Forsíða Deka Steinteppi
Deka Steinteppi Prenta út
Sunnudagur, 15. Febrúar 2009 16:06

Deka steinteppi eru hluti af heildarlausn Gólflagna í gólfefnum.


Kostir: 

» Endingargóð
» Hagkvæm í þrifum
» Bæta umhverfi á vinnustað
» Fljótleg að leggja
» Sérstakt og fallegt útlit
» Ótal litasamsetningar

Notkunnarmöguleikar:

Dæmigerðir notkunarstaðir fyrir Deka Steinteppi eru sýningarsalir, verslanir, skrifstofur og aðrir staðir sem þurfa slitsterkt gólfefni. Deka Steinteppi veita mikla möguleika í hönnun; þeim má litaskipta og til dæmis koma fyrir vörumerkjum í miðju gólfi.

Efnislýsing:

Deka Steinteppin samanstanda af lituðum eða náttúrulegum sandi sem bundinn er saman með glærri epoxy fjölliðu. Efnið er lagt 5-15 mm þykkt eftir stærð fylliefnis. Ef undirbúningsefni eru tekin með samanstendur gólflögn úr Deka Steinteppi af eftirfarandi þáttum: 1. Topp 4000 leysiefnalausum grunni 2. Topp 4000 Deka Tix bindiefni sem samanstendur af harpix og herði 3. Fyllefni/sandi Deka Steinteppi fást í ótal litum og litasamsetningum, sem fara eftir vali og innbyrðis blöndun sands/fylliefnis.

Undirlag:

Deka Steinteppi er hægt að leggja á steypu og ílögð gólf. Ennfermur ofan á stein og keramik flísar.

Þrif:

Deka Steinteppi eru tilvalin á staði þar sem þörf er á snyrtilegu, slitþolnu gólfefni sem er hagkvæmt í þrifum. Þrif á Deka Steinteppi er fyrst og fremst ryksugun sem jafnframt er hægt að fylgja eftir með moppun, þá sérstaklega á svæðum sem mæðir á. Deka Steinteppi þarf að djúphreinsa, þá með lág- eða háþrýstum teppahreinsivélum, tíðni fer eftir umhverfi og álagi.

Dæmi um eiginleika:

Eftirfarandi eiginleikar Deka Steinteppa hafa verið rannsakaðir:
  • Togþolsstyrkur, meiri en steypu
  • Eld og reyk útbreiðsla samkvæmt SS 024825/NT Fire 007

Hörðnunartími:

  • Gangandi umferð - 24 klst.
  • Flest umferð - 48 klst.
  • Fullt álag - sjö dagar

Til athugunar:

Gæði og áferð Deka Steinteppis fer mikið eftir ástandi undirlagsins. Óslétt undirlag ætti því að jafna með viðurkenndum flotefnum. 

Vinnsluferli: 

  1. Að brotstyrkur undirlags sé meiri en 25/mm2, að öðrum kosti þarf að styrkja það með epoxy þéttiefni. 
  2. Að undirlag sé slétt, því sléttara og betra, þeim mun áferðarbetra gólfefni. 
  3. Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags. 
  4. Að að lofthiti sé hærri við gólf meðan á lögn stendur.
  5. Að slitfúgur í undirlagi nái í gegnum endanlegt gólfefni.
Lagning Deka Steinteppis er vandasamt verk og ætti eingöngu að vinnast af sérhæfðum verktaka sem kann með efnin að fara, og hefur yfir réttum tækjakosti að ráða. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði hérlendis og hefur víðtæka reynslu og þekkingu sem tryggir góðan árangur.
 
Borði