Forsíða Fréttir Endurnýjun gólfa í Perlunni
Endurnýjun gólfa í Perlunni Prenta út
Mánudagur, 15. Febrúar 2010 15:57
Veitingahúsið Perlan Eitt af fyrstu verkefnum Gólflagna á nýju ári var að endurnýja hluta gólfa í veitingaeldhúsi Perlunnar. Um var að ræða flísalögð gólf á 4 og 5 hæð þar sem aðal matvinnsla fer fram. Aðgerðin fólst í að hreinsa flísafúgur, fjarlægja flísar í kringum niðurföll sem og lausar flísar og framkvæma aðrar nauðsynlegar viðgerðir áður en gólfefnið var lagt. Að loknum undirbúningi var svo lagt Maxi flex gólfefni með hálkuvörn yfir flísarnar. Maxi Flex gólfefnið er lagt í þessu tilfelli með polyurethane flex bindiefni, lituðum kvartssandi og toppfyllt með glæru topplakki.
 
Borði