Forsíða Fréttir Íslenskt fylliefni í Deka Steinteppi
Íslenskt fylliefni í Deka Steinteppi Prenta út
Miðvikudagur, 08. September 2010 00:00
Veitingahúsið Perlan Gólflagnir bjóða upp á íslenskt fylliefni í Deka Steinteppi og var það fyrst notað fyrir um fjórum árum. Um er að ræða fjöruperlu frá Stokknesi, svokallaða Stokknesperlu sem er að uppistöðu blágrýti með blöndu af ýmsum bergtegundum sem gera þetta einstaklega fallegt efni til notkunar í Deka Steinteppi. Gólfagnir eru samstarfi við Litlahorn ehf sem vinnur efnið, flokkar og þurrkar í stærðir 2-4mm, 4-8mm, 4-15mm. Einnig er mögulegt að vinna efni í aðra stærðaflokka. Gólflagnir hafa lagt Deka Steinteppi með Stokknesperlu á t.d. Eldvörp – frumkvöðla og fyrirtækjahótel í Ásbrú, Keflavíkurflugvelli, Víkingaheima - Safn Íslendings víkingaskips í Reykjanesbæ, og víðar eða yfir 7000m2 og fer vaxandi. Gólflagnir hafa einnig flutt út um 60 tonn af Stokknesperlu til lagningu steinteppa í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Fyrsta Deka Steinteppið þar sem Stokknesperla var notuð sem fylliefni var lagt hjá Úra og skartgripaverslun Jóns og Óskars, Laugavegi 61, eins og áður segir fyrir um fjórum árum síðan og nýtur sín sérlega vel þar.
 
Borði