Forsíða Fréttir Verkefni í Noregi
Verkefni í Noregi Prenta út
Fimmtudagur, 19. Janúar 2012 15:50
Veitingahúsið Perlan Gólfagnir hafa nú lokið í bili lagningu gólfefna á hluta af landvinnslum Aker Seafoods og Nergård A/S í Noregi. Verkin hafa verið unnin á rúmum tveimur árum, fyrsta verkið var unnið um mitt ár 2009. Alls er um að ræða 5000 m2 af gólfefnum á 6 vinnslur. Frá Moskenes í Lofoten og um norðanverða Finnmörk, Tromvik, Sørvær, Hasvik, Breivikbotn og hjá Gunnari Braga Guðmundssyni sem ræður ríkjum í fiskiðju Aker Seafoods í Hammerfest. Verkefnið hefur verðið krefjandi þar sem í flestum tilfellum er um að ræða gamlar verksmiðjur með léleg gólf og hefur þurft að fjarlægja fleiri tonn af gömlum gófefnum, þá aðallega akrýlgólfefni. Við tókum þá ákvörðun að nota í flestum tilfellum Maxi Crete RT gólfefni sem hafa þann kost að vera rakagufuopin og því minni hætta á flögnun þar sem aðstæður eru erfiðar og undirþrýstingur raka til staðar. Þess utan voru eldri gólfefni að stórum hluta fjarlægð með fræsingu sem skildi gjarnan eftir misgróft yfirborð sem Maxi Crete RT gólfefnið þolir ágætlega, enda lagt eins og þykkt, seigt flot. Enn einn kostur Maxi Crete RT er sá að efnið er hægt að einleggja, sem þýðir einfaldlega, að séu aðstæður réttar er mögulegt að undirvinna og leggja gólfefnið sama dag.
 
Borði