Forsíða Fréttir Gólflagnir flytja
Gólflagnir flytja Prenta út
Miðvikudagur, 27. Júní 2012 15:32

Gólflagnir færa sig um set!

Þann 1 júlí næstkomandi flytja Gólflagnir í nýtt húsnæði. Að vísu má deila um hversu nýtt það er því það var byggt í byrjun sjötta áratugsins. En Gólflagnir flytja í tvær bogaskemmur að Stórhöfða 22, en Síminn (Míla) hefur haft aðstöðu þar frá upphafi. Þar verður mjög góð aðstaða fyrir okkar starfsemi, enda húsnæðið um 650 m2 utan millilofts sem er um 200 m2.

Staðsetningin er sérstök, þar sem lóðin er feiknastór og að mestu útisvæði. Ofan við skemmurnar er Póstmiðstöð Póstsins að Stórhöfða 32.

Við bjóðum viðskiftavini Gólflagna velkomna í nýtt aðsetur okkar.

 
Borði