Forsíða Gólfefni
Gólfefni Prenta út
Föstudagur, 13. Febrúar 2009 09:17

Iðnaðargólf

Með skilgreiningunni iðnaðargólf er átt við fúgulaust gólfefni fyrir matvæla-, iðnaðar- og þjónustustarfsemi sem uppfyllir ströngustu kröfur með tilliti til hreinlætis og aðstöðu á vinnustað. Um er að ræða margar gerðir gólfefna, yfirleitt epoxy eða polyurethan bundinna, með lokaðra yfirborði en steinsteypa, kemísku efnaþoli og jafnvel miklu hitaþoli, allt eftir sérþörfum þeirrar starfsemi sem fram á að fara á gólfinu. Gólflagnir hafa um langt árabil verið framsækið og leiðandi fyrirtæki á sviði iðnaðargólfa á Íslandi. Einnig hefur fyrirtækið haslað sér völl erlendis á þessu sviði svo sem í Kanada, Bandaríkjunum, Ísrael, Færeyjum og unnið að stórum og smáum verkefnum fyrir lyfjaframleiðendur í Búlgaríu, Möltu og nú síðast fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi

 
Borði