Forsíða Maxi 5000 gólfefni
Maxi 5000 gólfefni Prenta út
Föstudagur, 13. Febrúar 2009 21:51

Maxi 5000 gólfefni

 

Kostir:Maxi 5000

» Mikið slit- og höggþol
» Samskeytalaust, auðvelt að þrífa.
» Bætir umhverfi á vinnustað.
» Hálkufrítt.
» Mikið efnaþol.
» Mengar ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir á.

Notkunarmöguleikar:

Maxi 5000 er fyrir svæði þar sem álag er mikið, svo sem í fiskimóttökur, sláturhús, kjötvinnslur, verkstæði o.fl. Maxi 5000 er hægt að leggja í kverkar sem húlklíl.

Efnislýsing:

Maxi 5000 er þriggja þátta epoxy fjölliðuefni sem lagt er u.þ.b. 4 mm þykkt. Það samanstendur af lituðu leysiefnalausu epoxy bindiefni og ýmist kvartssandi eða áloxíð fylliefnum. áloxið (Dynagrip) er með hörkuna 9 á Mohe scala, næst á eftir demanti að hörku.

Ef undirbúningsefni eru tekin með samanstendur Maxi 5000 gólflögn af eftirfarandi þáttum.

1. Topp 4000 leysiefnalaus grunnur eða, Topp 4060 grunnur fyrir rakt undirlag og undirlag sem þurrkað hefur verið með heitu þrýstilofti og Topp 4050 grunnur fyrir stál.
2. Maxi 5000 litað bindiefni sem samanstendur af harpix og herði.
3. Kvartssandur eða Dynagrip sem fylliefni.

Maxi 5000 fæst í 5 staðallitum samkvæmt litakorti og með misgrófri áferð

Dæmi um eiginleika:

Eiginleikar Maxi 5000 hafa verið rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.
Styrkur:
» brotþolsstyrkur 88 N/mm2*
» beygjuþolsstyrkur 30 N/mm2*
» togþolsstyrkur meiri en steypu
» fjaðurstuðull ca 12222 N/mm2*
» hitaþensla við 20-50°C u.þ.b 56 x 10-6/C.
» algerlega raka- og vatnsgufuþétt.

   (DIN 1164 / NS 3104*)

Hörðnunartími:

» gangandi umferð - 24 klst.
» flest umferð - 48 klst.
» fullt álag - 7 dagar.

Til athugunar:

Maxi 5000 gólfefnið er háglansandi sérstaklega fyrst eftir lögn þess, og glampar því alltaf á gólfefnið þar til það mattast af sjálfu sér og við notkun. Í ljósum litum glittir Dynagrip fylliefnið í gegn, enda nærri svart á lit.

Maxi 5000 þolir hita upp að 60°C.

Gólflagnir taka ekki ábyrgð á losi Maxi 5000 gólfefna ef los orsakast af vatnskröftum upp í gegnum steypu. "Rising Damp"

Vinnsluferli:

Áður en Maxi 5000 er lagt er mikiklvægt að hafa eftirfarandi í huga.

1. Að undirlag sé meira en 25 N/mm2 að brotstyrk. Að öðrum kosti þarf að styrkja undirlag með epoxy "impregneringu"
2. Því sléttara og betra undirlag, því sléttara gólfefni.
3. Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags.
4. Að lofthiti sé meiri en 18°C við gólf meðan á lögn stendur.

Lagning Maxi 5000 sem og annara fjölliðuefna er vandasamt verk og ætti einungis að vinnast af sérhæfðum verktökum sem kunna með efnin að fara, og hafa yfira að ráða réttum tækjakosti. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og hefur langa reynslu og þekkingu sem tryggir góðan árangur.

Lagning Maxi 5000 samanstendur af eftirfarandi verkliðum:

1. Vanda undirbúning og hreinsun undirlagsins, sjá blað um gólfhreinsun.
2. Grunna með Topp 4000 eða Topp 4060 og fylla sprungur epoxy massa.
3. Maxi 5000 bindiefnið er lagt út og í það stráð fylliefninu.
4. Daginn eftir er öllu umfram fyllliefni sópað af fletinum og gólfið toppað aftur með Maxi 5000 bindiefninu.

 
Borði