Forsíða Maxi 700 gólfefni
Maxi 700 gólfefni Prenta út
Fimmtudagur, 02. Apríl 2009 08:36

Maxi 700 gólfefni eru hluti af heildarlausn Gólflagna í gólfefnum.

Maxi 700 gólfefni

Kostir:

» Endingargott
» Mikið slit- og höggþol
» Samskeytalaust, auðvelt að þrífa.
» Bætir umhverfi á vinnustað.
» Fljótlegt í ásetningu.
» Mikið efnaþol.
» Án skaðlegra leysiefna.

Notkunarmöguleikar:

Dæmigerður notkunarstaður fyrir Maxi 700 eru t.d. verkstæði og lagerhúsnæði, sýningarsalir og í matvælaiðnaði þar sem álag er lítið.

Efnislýsing:

Maxi 700 er tveggjaþátta epoxy fjölliðuefni án leysiefna sem er lagt 0,7 mm þykkt. Það samanstendur af glærum grunni og litaðri þykkmálningu sem yfirefni. Samanlögð efnisþykkt grunns og þykkmálningar er ca. 0,7 mm. Maxi 700 gólfefnið er í raun aðferð þar sem undirvinnan byggist á sérstakri demantsslípun undirlags. Efnið er síðan lagt á í þrefaldri þykkt við hefðbundin málningarkerfi án allra leysiefna.

Maxi 700 er fáanlegt í fimm stöðluðum litum samkvæmt litakorti.

Hægt er að setja hálkuvörn í yfirborð gólfefnisins en um leið verður erfiðara að þrífa það.

Dæmi um eiginleika:

Eiginleikar Maxi 700 hafa rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.
Styrkur:
» eðlisþyngd grunns 1,15
» eðlisþyngd yfirefnis 1,5
» rúmmál fastaefnis 100%
» togstyrkur meiri en steypu
» brotþolsstyrkur 70N/mm2 (Bs 6319)
» beygjuþolsstyrkur 55 N/mm2 (Bs 6319)

Maxy 700 er algerlega raka- og vatnsgufuþétt.

Hörðnunuartími:

» gangandi umferð - 24 klst.
» flest umferð - 48 klst.
» fullt álag - 7 dagar.

Til athugunar:

Maxi 700 gólfefnið er háglansandi sérstaklega fyrst eftir lögn. Það gljáir því þar til það mattast af sjálfu sér við notkun. Áferð og ásýnd efnisins fer að miklu leiti eftir gæðum undirlagsins.

Vinnsluferli:

Áður en Maxi 700 er lagt er mikiklvægt að hafa eftirfarandi í huga.

  1. Að undirlag sé meira en 25 N/mm2 að brotstyrk. Að öðrum kosti þarf að styrkja undirlag með epoxy "impregneringu"
  2. Því sléttara og betra undirlag, því sléttara gólfefni.
  3. Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags.
  4. Að lofthiti sé meiri en 18°C við gólf meðan á lögn stendur.

Lagning Maxi 700 sem og annara fjölliðuefna er vandasamt verk og ætti einungis að vinnast af sérhæfðum verktaka sem kann með efnin að fara, og hefur yfir réttum tækjakosti að ráða. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og hefur langa reynslu og þekkingu sem tryggir góðan árangur.

Lagning Maxi 700 samanstendur af eftirfarandi verkliðum:

  1. Gólfið / undirlagið hreinsað með sérstakri þriggja hausa demantsvél sem tryggir viðloðun og bætir áferð.
  2. Sprungur sagaðar upp og fylltar með epoxy massa.
  3. Gólfið grunnað.
  4. 12 - 14 tímum eftir grunnun er þykkmálningin lögð á hið grunnaða gólf með rúllu eða spaða.

Þeir sem hafa fjárfest í iðnaðargólfi ættu að athuga að með góðri umhirðu má auka við endingu gólfsins auk þess sem það helst lengur fallegt.
Þá skal bent á að nýtt gólf getur oft á tíðum verið kjörið tækifæri til að bæta umgengni á vinnustað og þar með eykst lika ending gólfsins.

 
Borði