Forsíða Maxi Crete RT gólfefni
Maxi Crete RT gólfefni Prenta út
Miðvikudagur, 11. Ágúst 2010 17:10

Maxi Crete RT hita- og sýruþolið gólfefni

 

Kostir:

» Samskeytalaust.
» Þolir gufuhreinsun.Maxi Crete RT
» Engar sprungur.
» Frábært efnaþol.
» Auðvelt að þrífa og sótthreinsa.
» Þarfnast lítils viðhalds.
» Nánast lyktarlaust við lögn.

Notkunarmöguleikar:

Maxi Crete RT gólfefni er ætlað fyrir svæði þar sem álag er mikið, s.s. í fiskmóttökum, mjólkuriðnaði, ölgerð, matvælavinnslu og víðar þar sem efna- og hitaálag er mikið.

Efnislýsing:

Maxi Crete RT er þriggja þátta polyurethene efni með sement sem þriðja þáttinn. Maxi Crete RT er hægt að leggja sem einlögn, þá með meðal hálkuvörn, eða tvílagt en þá er kvartssandi eða áloxíð (Dynagrip) stráð í blauta lögnina og topp efni skafið yfir daginn eftir.

Maxi Crete RT er lagt í 3mm, 6mm og 9mm þykktum og fer hitaþol eftir þykkt efnisins (sjá tæknilýsingablað)

Til athugunar:

Undirlag: Undirlag verður að vera steinsteypt eða flotað, með að minnstakosti 25 N/mm2 þrýstiþol. Undirlagið verður að hreinsa með stálkúlublæstri eða demantsslípun til þess að fjarlægja allt það sem hindrað getur viðloðun. Flöturinn skal vera hreinn og með opið yfirborð.

Viðgerðir og afrétting: Viðgerðir og leiðrétting á vatnshalla skal framkvæma með Maxi Crete RT eða epoxy steypu til þess að tryggja jafna lögn. Steypuskil og stærri sprungur þarf að styrkja með járnamottu eða með því að bolta stálplötu yfir steypuskilin. Verðandi frekari frágang steypuskila, sprungna og viðgerða skal hafa samband við Gólflagnir.

Lagning Maxi Crete RT er einungis unnið af sérhæfðum verktökum sem kunna með efnið að fara og hafa yfir að ráða réttum tækjakosti. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og hefur víðtæka reynslu sem tryggir góðan árangur.

Verklýsing:

Einföld lögn, meðal hálkuvörn: Strax eftir blöndun er MaxiCrete RT gólfefnið lagt á gólfið og jafnað með brettum. Til að fá jafna áferð og losa loft úr efninu er það rúllað með raddarúllu samhliða niðurlögn þess.

Stráningargólf, hálkufrítt: Strax að lokinni niðurlögn á Maxi Crete RT gólfefninu er stráð í yfirborð þess kvartssandi eða áloxíð (Dynagrip) fylliefni. Grófleiki fylliefnisins ákvarðar hversu hálkufrítt gólfefnið skal vera. 4-6 klst. seinna er flöturinn hreinsaður af umfram fylliefni. Að lokum er Maxi Crete RT toppefni borið á með gúmmísköfu og jafnað með rúllu ef með þarf.

Dæmi um eiginleika:

Eiginleikar Maxi Crete RT hafa verið rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.

Styrkur:

» beygjuþol: 14 N/mm2 
» togstyrkur: 5 MPa 
» slitþol (m3): RWA3
» þrýstiþol: 56 MPa
» hitaþol allt að: 130°C @ 9mm
» togþol: 2 N/mm2
» viðbrögð við eldi: Bdl-s1 
» losun ertandi efna: engin 
» efnaþol: sjá tækniblað

Hörðnunartími:

» létt umferð: 10°C / 20 klst.
 20°C / 12 klst.
» þung umferð:10°C / 40 klst.
 20°C / 24 klst.
» full harðnað:10°C / 7 daga
 20°C / 4 daga

 
Borði