Forsíða Topp 1500 gólfefni
Topp 1500 gólfefni Prenta út
Mánudagur, 16. Mars 2009 16:32

Topp 1500 gólfefni

 

Kostir:

» Áferð eftir vali
» Samfellt yfirborð - auðvelt að þrífa.
» Falleg - bæta umhverfi á vinnustað.
» Mengar ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir á.
» Kemisk þolin.

Notkunarmöguleikar:

Dæmigerðir notkunarstaðir Topp 1500 er öll matvælavinnsla, verkstæðisgólf, bílageymslur og þar sem umferð og umgangur er mikill, eða kemiskt álag er til staðar. Topp 1500 er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl og einnig yfir önnur fjölliðugólfefni til endurnýjunar.

Efnislýsing:

Topp 1500 er þriggja þátta fjölliðuefni sem lagt er 2-3 mm þykkt. Það fæst í tveimur gerðum, annars vegar einlitt, lagt úr lituðu bindiefni og ólituðum kvartssandi og hinsvegar úr glæru bindiefni og lituðum kvartssandi sem gefur gólfinu lit.

Ef undirbúningsefni eru tekin með samanstendur Topp 1500 gólflögn af eftirfarandi þáttum.

 1. Topp 4000 leysiefnalaus grunnur eða, Topp 4060 grunnur fyrir rakt undirlag og undirlag sem þurrkað hefur verið með heitu þrýstilofti og Topp 4050 grunnur fyrir stál.
 2. Maxi 5000 litað bindiefni sem samanstendur af harpix og herði.
 3. Kvartssandur eða Dynagrip sem fylliefni.

Topp 1500 fæst í 3 staðallitum, grátt, grænt, gult. Topp 1500 með glæru bindiefni fæst í fjölda lita og litasamsetninga.

Dæmi um eiginleika:

Eiginleikar Topp 1500 hafa rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.
Styrkur:
» brotþolsstyrkur 74 N/mm2 (BS 6319)
» beygjuþolsstyrkur 28 N/mm2 (BS 6319)
» togþolsstyrkur meiri en steypu

Hörðnunartími:

» gangandi umferð - 24 klst.
» flest umferð - 48 klst.
» fullt álag - 7 dagar.

Vinnsluferli:

Áður en Topp 1500 er lagt er mikiklvægt að hafa eftirfarandi í huga .

 1. Topp 1500 er ekki hægt að leggja með góðum árangri nema á slétt og óskemmt yfirborð. 
 2. Að undirlag sé meira en 25 N/mm2 að brotstyrk. Að öðrum kosti þarf að styrkja undirlag með epoxy "impregneringu"
 3. Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags.
 4. Að lofthiti sé meiri en 18°C við gólf meðan á lögn stendur.

Lagning Topp 1500 sem og annara fjölliðuefna er vandasamt verk og ætti einungis að vinnast af sérhæfðum verktökum sem kunna með efnin að fara, og hafa yfir að ráða réttum tækjakosti. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og hefur langa reynslu og þekkingu sem tryggir góðan árangur.

Lagning Topp 1500 samanstendur af eftirfarandi verkliðum:

 1. Vanda undirbúning og hreinsun eins og kostur er. Það er grundvöllurinn fyrir góðum árangri. Sjá annars fylgiblað um gólfhreinsun.
 2. Grunna með Topp 4000 eða Topp 4060 yfir nýhreinsaðan gólfflötinn og fylla sprungur með epoxy massa.
 3. Lagt út Topp 1500 glært eða litað bindiefni og stráð í sandi, látið þorna.
 4. Verkiður nr. 3 endurtekinn ef þykkt á að vera meiri en 2 mm.
 5. Gólfið sandpappírsslípað, sópað og síðan toppfyllt með glæru eða lituðu bindiefni.

Með toppfyllingu er ekki einingis átt við efsta yfirborð gólfsins heldur er átt við fyllingu frá neðasta hluta upp til yfirborðsins. Ekki er því einiungis um að ræða þunna lakkfilmu á efsta yfirborði heldur er gólfið jafn níðsterkt í gegn. Þeir sem hafa fjárfes í iðnaðargólfi ættu að athuga að með góðri umhirðu má auka við endingu gólfsind auk þess sem það hels lengur fallegt. Gólfið skal þrifið með réttum efnum til að tryggt sé að til dæmis dekkjaför og önnur illþrífanleg óhreinindi náist af. Þá skal bent á að nýtt gólf getur oft á tíðum verið kjörið tækifæri til að bæta umgengni á vinnustað og þar með eykst líka ending gólfsins.

 
Borði