Forsíða Topp 4000 gólfefni
Topp 4000 gólfefni Prenta út
Föstudagur, 13. Febrúar 2009 22:14

Topp 4000 gólf & veggefni


Notkunarstaðir

Gólf- og veggefni fyrir;
» Fiskvinnslur
» Kjötvinnslur
» Bakarí - Eldhús
» Verslanir og lagerhúsnæði
» Búningsklefa
» Snyrtingar
Topp 4000 er ætlað fyrir gólf þar sem álag er í meðallagi. Gólfefnið er samskeytalaust og hefur gott slit- og efnaþol.

Efnislýsing

Topp 4000 er þriggja þátta fjölliðuefni sem lagt er samskeytalaust á gólf og veggfleti. Það samanstendur af glæru epoxy bindiefni og lituðum kvarts sandi sem gefur efninu lit

Topp 4000 gólf- og veggefnið samanstendur af eftirfarandi efnisþáttum; 

1. Topp 4000 grunnur, eða Topp 450 rakagrunnur ætlaður fyrir rakt undirlag
    sem þurrkað hefur verið með heitu þrýstilofti (HCA).
2. Topp 4000 bindiefni / kvartsmassa.
3. Topp 4000 Topplakki.

Topp 4000 fæst einnig matt, með hálkuvörn og Steritex bakteríu- og sveppavörn.
Gólfefnið er fáanlegt í 12 staðallitum skv. litaspjaldi, en einnig er hægt að fá efnið í fjölda annara lita og litasamsetninga.

Epoxy gólfefni eru fúgulaus, með hátt efnaþol og eru tiltölulega auðveld í þrifum. En eins og með  hver önnur efni er mikilvægt að staðið sé að þrifum á réttan hátt og þá geta þessi gólf endst  árum saman.
Þess vegna er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um þrif og viðhald svo þessi gólfefni virki sem skildi.

Til athugunar

Topp 4000 gólfefnið er háglansandi fyrst eftir lögn þess og glampar því alltaf á gólfefnið þar til það mattast af sjálfu sér við notkun. Bent skal á að lokaárangur varðandi áferð, fer að verulegu leyti eftirhve slétt og gott undirlagið er.

Lagning Topp 4000 er einungis unnið af sérhæfðum verktökum sem kunna með efnið að fara. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu svið hérlendis og hefur víðtæka reynslu og þekkingu sem tryggir góðan árangur.

Eiginleikar

Eiginleikar Topp 4000 hafa verið rannsakaðir af Lloyd's vottaðri rannsóknarstofu.

Hörðnunartími 20°C;
» Gangandi umferð: 18 klst
» Umferð: 48 klst
» Fullt álag: 7 dagar

Vinnsluferli

Áður en Topp 4000  er lagt er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga;

1. Að undirlag sé meira en 25 N/mm² að brotstyrk, að öðrum kosti þarf að styrkja
    það með epoxy vætingu "impregneringu".
2. Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags.
3. að lofthiti sé meiri en 18°C við gólf meðan á lögn stendur.Lagning Topp 4000 samanstendur af eftirfarandi verkliðum;
1. Vanda undirbúning eins og kostur er. Það er grundvöllurinn fyrir góðum árangri.
2. Grunna með Topp 4000 eða 450 með rúllu á nýhreinsaðan gólfflötinn og sandstrá
    yfirborðið á eftir.
3. Leggja Topp 4000 lögn og láta hana ná næjanlegri hörku til frekari vinnslu.
4. Toppfylla gólfið með Topp 4000 bindiefni eða mattri áferð Topp matt. Leyfa
    gólfinu að þorna í 24-36 klst. við 20°C áður en léttri umferð er hleypt á það.


Umhirða epoxy gólfefna

 
Borði