Forsíða Topp SL 3000 ESD
Topp SL3000 ESD Prenta út
Fimmtudagur, 12. Ágúst 2010 16:39

Topp SL3000 ESD leiðandi / afleiðandi gólfefni

 

Kostir:

» Slétt áferð.
» Samskeytalaust, auðvelt að þrífa.
» Bæta umhverfi á vinnustaðMaxi Crete RT.
» Fljótunnin.
» Mikið efnaþol.
» Leiðandi / afleiðandi.
» Nánast lyktarlaust við lögn.

Notkunarmöguleikar:

Topp SL3000 ESD er leiðandi / afleiðandi epoxy bundið gólfefni sem hentar vel á þeim stöðum þar sem unnið er með efni og tæki sem eru viðkvæm fyrir stöðurafmagni og neistamyndun, s.s. rafeinda og tölvubúnað, blöndunarrými í lyfjaiðnaði og skurðstofum.

Efnislýsing:

Topp SL3000 ESD gólfefnið hefur mikið efnaþol og er auðvelt að þrífa. Topp SL3000 ESD þolir þunga umferð og er fullkomlega vatnshelt og hleypir ekki í gegnum sig raka.

Verklýsing:

Undirlag: Undirlag verður að vera vandlega undirbúið. Steinsteypt undirlag er hreinsað með demantsslípun og/eða Blastrac stálkúluhreinsun (stálkúlublæstri). Steinsteypa verður að vera minnst 28 daga gömul og rakainnihald ekki meira en 5%. Hitastig á verkstað þarf að vera minnst 18°C. Mikilvægt er að brúa fúgur og sprungur með leiðslum til að tryggja að engun hindrun sé áleiðni í jörð.

Að hreinsun og viðgerðum loknum er gólfið grunnað með Topp 4000 bindiefni. Jarðtengingu (fjölstrengja þræði) er komið fyrir og fest að hluta með koparteipi áður en Topp SL3000 ESD undirefnið er borið á gólfið. Aftur er jarðtengingu komið fyrir og fest með koparteipi og Topp SL3000 ESD yfirefni er að lokum borið á flötinn.

Lagning Topp SL3000 ESD er einungis unnið af sérhæfðum verktökum sem kunna með efnið að fara og hafa yfir að ráða réttum tækjakosti. Gólflagnir er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og hefur víðtæka reynslu sem tryggir góðan árangur.

Þrif:

Þrífa má Topp SL3000 ESD með gólfþvottavélum með allt að 50°C heitu vatni. Mikilvægt er að ekki sé notað vax eða bónefni þar sem það getur haft áhrif á eiginleika gólfefnisins.

Dæmi um eiginleika:

Topp SL3000 ESD gólfefnið er án leysiefna og nánast lyktarlaust við lögn.

Leiðni:
Mæld leiðni í ESD grunni áður en yfirefni er borið á;

Topp SL3000 ESD conductive; 5x104Ω til 1x106Ω
Topp SL3000 ESD dissipative; 1x106Ω til 1x109Ω

Efnisþykkt:

Venjulegast er efnisþykkt um 2-2,5mm

Hörðnunartími 20°C:

» Gangandi umferð: 18 klst.
» Umferð: 48 klst.
» Fullt álag: 7 daga.

 
Borði