Forsíða Umhirða epoxy gólfefna
Umhirða epoxy gólfefna Prenta út
Laugardagur, 14. Febrúar 2009 10:24

Umhirða epoxy gólfefna

Epoxy gólfefni eru fúgulaus, með hátt efnaþol og eru tiltölulega auðveld í þrifum. En eins og með hver önnur efni er mikilvægt að staðið sé að þrifum á réttan hátt og þá geta þessi gólf enst árum saman.
Þess vegna er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um þrif og viðhald svo þessi gólfefni virki sem skildi.

Venjuleg þrif

Í dagleg þrif er notast við annaðhvort gólfhreinsivélar eða moppur
Varast ber að nota sápur sem innihalda natrium og kaliumhydroxid eða natrium metasilikat, þar sem þessi efni matta gólfin og gera þrifin því erfiðari því sem oftar þau eru notuð. Topp 4000 gólfefni eru samsett úr lituðum kvartssandi og glæru bindiefni sem gera þau falleg á að líta en séu notuð of sterk hreinsiefni mattast þau og verða skýuð og missa allan þokka fyrir bragðið.
Til daglegra þrifa er því æskilegt að nota gólfsápu sem þrífur, en skilur eftir hlífðarfilmu á gólfinu, þó ekki vax. Þar með ofþornar ekki gólfið og ver sig . Hægt er að nota td Premium parketsápu nr. 3 frá BESTA sem er án vax en skilur eftir glansandi filmu.

Íþróttahús og sundstaðir

Topp 4000 gólfefni eru algeng í íþróttahúsum og sundstöðum á Íslandi.
Á göngum og búningsklefum ráðlegt að nota hlutlausa gólfsápu eins og DAMP MOP eða GREEN alhreinsi, en í íþróttamannvirkjum er oft æskilegt að sótthreinsa og þá mælum við með GREEN sótthreinsandi gólfsápu eða CONSUME ECO-LYSER.
Þar sem húðfita og sápusteinn eru algengt vandamál í sturtuklefum getur reynst nauðsynlegt að nota sterk efni við slík þrif og þá mælum við helst með Foamy Q&A sem er súrt háfreyðandi efni, gætið þess ávallt að fara eftir leiðbeiningum á brúsa um blöndunarhlutfall og hversu langan tíma efnið þarf að liggja á fletinum. Einnig er gott að nota hvíta padsa sem rispa ekki yfirborðið.
Sótthreinsun er einatt nauðsynleg í íþróttamannvirkjum og þá ber að nota hlutlaust sótthreinsiefni eins og Sani T-10, sem eyðir t.d. fótasveppum af gólfum í réttri blöndu (1:63) og má láta loftþorna gólfinu að skaðlausu.

Matvælavinnslur

Í matvælavinnslur er nauðsynlegt að sótthreinsa og þar mælum við með FOAM 130 frá Novadan (Besta), nota ekki klór, og nota síðan mildari hreinsiefni á eftir eins og td BLUE STAR, PATHMAKER eða CLEAN BY PEROXY (eða sambærilegt).

Með vönduðum þrifum endast Topp 4000 gólfefni mjög vel, en það er alveg ljóst að það er ekki hægt að nota hvaða efni sem er til þrifa á þessum efnum.
Það er því æskilegt að hlutaðeigandi fari vandlega í gegn um þrifaferli hjá sér og gangi úr skugga um að ekki sé verið að nota efni sem skaða gólfefnið.

Ofangreind efni eru frá Besta, en aðrir framleiðendur eru mjög liklega með sambærileg efni.

 
Borði