Endingargott
Mikið slitþol
Samskeytalaust, auðvelt að þrífa
Bætir umhverfi á vinnustað
Fljótlegt í ásetningu
Mikið efnaþol
Án skaðlegra leysiefna
Maxi flex 5000 gólfefni er gólfefni sem samanstendur af tveggja þátta glærum eða lituðum epoxy grunni, millilagi sem samanstendur af tveggja þátta polyurethan bindiefni ístráðu fylliefni og toppfylltu með lituðu topplagi. Þykkt efnisins er 3-4mm. Efnið er án allra leysiefna. Maxi flex 5000 er fáanlegt í fimm staðallitum. Maxi flex 5000 er háglansandi.
Hörðnunartími:
Gangandi umferð 24 klst.
Flest umferð 48 klst.
Full harðnað gólf 7 dagar.
Notkunarstaðir:
Dæmigerðir notkunarstaðir eru t.d. verstæði og lagerhúsnæði og matvælaiðnaður þar sem álag er mikið og hreyfinga er að vænta í undirlagi.
Eiginleikar:
Efnaþol: Maxi flex 5000 hefur gott efnaþol gagnvart flestum sýrum, sápum, olíum og fitu.
Slitstyrkur er mikill gagnvart þungri umferð.
Maxi flex 5000 er fullkomlega raka og vatnsgufuþétt.
Maxi flex 5000 hefur mjög góða viðloðun við demantslípað/blásið steypt undirlag og sandblásið stál.
Leiðbeiningar:
Áður en Maxi flex 5000 er lagt er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga.
- Að undirlag sé meira en 25 N/mm2 að brotstyrk. Að öðrum kosti þarf að styrkja undirlag.
- Að hlutfallsraki sé minni en 80% í yfirborði undirlags
- Að lofthiti við gólf sé ekki undir 18°meðan á verki stendur.