Mánudag - Föstudag
08:00 - 17:00
Hafðu samband

 • EPOXY
  Við hjá Gólfögnum erum sérfræðingar þegar það kemur að epoxy og polyurethane gólfefnum. Góflagnir býður litlum og stórum fyrirtækjum upp á frábær samskeytalaus, níðsterk gólfefni með frábærri endingu. Epoxy gólf hentar vel þar sem kröfur eru gerðar um hreinlæti t.d. í Matvælaiðnað, styrk fyrir bílastæðahús og þungaiðnað hverskonar. Ýttu á Gólfefni flipan til að fræðast meira um Epoxy/polyurethane Gólfefni.
 • POLYURETHANE
  GÓLFEFNI
  Vespucrete RT býður upp á endingargott gólf með frábært þol gangvart hita og efnaálagi. Vespucrete hentar þar af leiðandi sérlega vel á blautrými þar sem gólf eru útsett fyrir mikið hita og efnaálag ásamt gufuhreinsun. Ýttu á flipan Gólfefni til að fræðast meira um Polyurethane gólfefni.
 • EPOXY
  TERRAZZO
  Gólflagnir sérhæfir síg í lagningu á Epoxy Terrazzo. Með því að nota epoxy til að binda saman fylliefnin í stað steypu er hægt að búa til þynnra kerfi en hefðbundið steypu terrazzo. Fylliefni geta samanstaðið af ýmslum litum og mismunadi fylliefnum, eins og úr marmara , granit og jafnvel gleri sem gefa gólfinu frábært útlit . Epoxy Terrazzo hentar einstaklega vel fyrir opinberar byggingar, skóla, söfn og fleira þar sem ending og nánast ekkert viðhald skipta máli. Ýttu á flipan Gólfefni til að fræðast meira um Epoxy Terrazzo.
 • SLÍPUÐ
  POLERUÐ STEINSTEYPA
  Gólflagnir eru sérfræðingar þegar það kemur að Slipuðum/ poleruðum eða lökkuðum steinsteypu gólfum. Slípuð/poleruð eða lökkuð steinsteypa hentar á nánast alla staði þar sem vandað hefur verið til í niðurlögn steypu. Meðferðin styrkir yfirborð steypunnar, gólfin eru nánast viðhaldsfrí og endast að eilifu! Ýttu á Gólfefni flipan til að fræðast meira um Slípuð/Poleruð Steinsteypugólf.
Eginleika

Golflagnir standa fyrir

Vönduð vinnubrögð

Gæði og gott úrval

Góð og persónuleg þjónusta

Bestu gólfin eru gerð af sérfræðingum! Okkar fagmenn hafa yfir 30 ára reynslu í epoxy gólfefnum, hafðu samband í 564–1740 / [email protected] og láttu fagmenn leggja gólf fyrir þig.
Sendu okkur upplýsingar, myndir, teikningar, lýsingar, og við getum ráðlagt hvaða gólfefni hentar. Eins getum starfsmaður Gólflagna komið og skoðað aðstæður. Í kjölfarið er gert bindandi tilboð í verkið.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um tilboðið, þá hefur þú samband við okkur. Ef tilboði er tekið, finnum við tímasetningu á verkið.
Þegar að verki kemur, mæta starfsmenn Gólflagna á staðin og framkvæma verkið. Við leggjum mikla áherslu á að standa við tímasetningu en erum jafnframt sveigjanlegir með tímasetningu frá hendi verkkaupa. Við leggju áherslu á að verkið sé unnið í samlyndi við alla hlutaðeigandi verktaka, en mikilvægt er að hafa í huga að þegar Gólflagnir mæta á staðinn, lokast svæðið meðan á verki stendur.
 • Hafðu samband
 • Verkefni og verðmat
 • Skoða tilboð
 • Framkvæmdin

Af hverju þú ættir að velja okkur

Sérþekking iðnaðarins

Fagmenn okkar eru með mikla þekkingu á lagningu Epoxy og Polyurethane gólfefna, og það er sannarlega ekki sama hvernig staðið er að verki.

Frí Ráðgjöf

Gólflagnir Ehf veita þér ráðgjöf og mat að kostnaðarlausu!

Besti kostur

Með velja Gólflagnir ertu að velja reynslu og gæði. Með góða fagmenn og byrgja með áratuga reynslu í framleiðslu og verktaki eru gæðin tryggð.

Ábyrgð

Gólflagnir bera ábyrgð á efni og vinnu Gólflagna í 3 ár. Gólflagnir bera ekki ábyrgð á bilun í undirlagi.

Tölvupóstur

Þú getur sent okkur fyrirspurnir á [email protected] . Við svörum öllum fyrispurnum að bragði.F.A.Q.

F.A.Q.

Spurningar og svör

Hversu lengi tekur að leggja epoxygólfefni?

Vinnslu ferlið tekur í praksís 2- 4 daga, sem þýðir að tíminn sem fer í verkið fer eftir stærð verksins, t.d að leggja Topp 4000 á bílskúr tekur 3-4 daga.

Hvenær má fara inn á gólfið eftir lögn?

Ef hiti er frá 15° til 20° í rýminu er gólfið gönguhæft eftir 12 klst. Gólfefni þolir alla umferð eftir 48 klst. en gólfefni er fullhart eftir 7 daga.

Hvenær má bleyta gólfið?

Miðað við að hitastig sé í kringum 15° til 20° er æskilegt að gólfið sé ekki bleytt fyrr en eftir 48 klst.

Farið þið hvert á land sem er?

Já við förum hvert á land sem er.

Takið þið að ykkur verkefni erlendis?

Já við tökum að okkur verkefni erlendis.

Hvað er Epoxy Terrazzo?

Epoxy Terrazzo samanstendur af marmara mulning í c.a. 4 - 8mm kornastærð, bundið í lituðu epoxy bindiefni. Litaval getur verið fjölbreytt. Efni er lagt niður í c.a. 12 til 14mm þykkt og síðan slípað niður í nokkrum umferðum þar til endanlegu útliti er náð. Loka þykkt er frá 8-10mm.

Eru efnin sem þið notið lyktalaus?

Öll okkar efni eru laus við upplausnarefni, og þar af leiðandi nánast lyktarlaus.

Seljið þið Epoxy efni?

Öll okkar gólfefni seljum við ákominn, full frá gengin. Við seljum lyktalausa, vatnsþynnta Epoxy málningu, Vespox EW- V. Sjá tækniblað fyrir nánari upplýsingar.

Komið þið á staðinn, skoðið verkið og gefið tilboð?

Koma á staðinn ef þess er óskað og metum verkið að kostnaðarlausu ef það er suðversturlandi. Aðra staði heimsækja Gólflagnir á ferðakostnaði en launalaust. (Flug og bíll)

Getur hver sem er lagt Epoxy gólefni?

Epoxy gólfefni leggja einungis sérþjálfaðir starfsmenn Gólflagna.

Hverjir eru helstu kostir Epoxy gólfefna?

Epoxy gólefni eru samskeytalaus, níðsterk og fegra umhverfið.

Eruð þið eingöngu með Epoxy gólfefni?

Við bjóðum upp á gólfefni sem samanstanda bæði af Epoxy og Polyurethane efnum. Þessi efni svara öllum þeim kröfum sem eru gerðar til gólfefna í matvælavinnslu hverskonar ,iðnaðagólfum, bílahúsum þar sem styrkur og ending er aðalatriðið.

Eru þið með efni sem henta utandýra?

Já við bjóðum upp á efni sem henta utandýra. Vespu Flex er efni sem notað er utandýra, bæði á malbík, járn og stein. Þau eru jafnan ístráð fylliefnum af ýmsum gerðum, og henta sérlega vel á gangstíga, gögnubrýr og jafnvel bílastæði.

Hvað kostar að leggja Epoxy gólfefni?

Hafðu samband við okkur og við gefum þér fast tilboð í gólfefnið.

viðskiptavinir
Traust Viðskiptavina

Viðskiptavina

Before & After

Sendu fyrirspurn