» Áferð eftir vali
» Samfellt yfirborð – auðvelt að þrífa
» Falleg – bæta umhverfi á vinnustað
» Mengar ekki matvæli, hvorki við lögn né eftir á
» Kemisk þolin
Notkunarmöguleikar:
Dæmigerðir notkunarstaðir Topp 1500 er öll matvælavinnsla, verkstæðisgólf, bílageymslur og þar sem umferð og umgangur er mikill, eða kemiskt álag er til staðar. Topp 1500 er hægt að leggja í kverkar sem húlkíl og einnig yfir önnur fjölliðugólfefni til endurnýjunar.
Topp 1500 er þriggja þátta fjölliðuefni sem lagt er 2-3 mm þykkt. Það fæst í tveimur gerðum, annars vegar einlitt, lagt úr lituðu bindiefni og ólituðum kvartssandi og hinsvegar úr glæru bindiefni og lituðum kvartssandi sem gefur gólfinu lit.
Ef undirbúningsefni eru tekin með samanstendur Topp 1500 gólflögn af eftirfarandi þáttum.
- Topp 4000 leysiefnalaus grunnur eða, Topp 4060 grunnur fyrir rakt undirlag og undirlag sem þurrkað hefur verið með heitu þrýstilofti og Topp 4050 grunnur fyrir stál.
- Maxi 5000 litað bindiefni sem samanstendur af harpix og herði.
- Kvartssandur eða Dynagrip sem fylliefni.
Topp 1500 fæst í 3 staðallitum, grátt, grænt, gult. Topp 1500 með glæru bindiefni fæst í fjölda lita og litasamsetninga.
Dæmi um eiginleika:
Eiginleikar Topp 1500 hafa rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.
Styrkur:
» brotþolsstyrkur 74 N/mm2 (BS 6319)
» beygjuþolsstyrkur 28 N/mm2 (BS 6319)
» togþolsstyrkur meiri en steypu
Hörðnunartími:
» gangandi umferð – 24 klst.
» flest umferð – 48 klst.
» fullt álag – 7 dagar.