» Endingargott
» Mikið slit- og höggþol
» Samskeytalaust, auðvelt að þrífa
» Bætir umhverfi á vinnustað
» Fljótlegt í ásetningu
» Mikið efnaþol
» Án skaðlegra leysiefna
Notkunarmöguleikar:
Dæmigerður notkunarstaður fyrir Maxi 700 eru t.d. verkstæði og lagerhúsnæði, sýningarsalir og í matvælaiðnaði þar sem álag er lítið.
Maxi 700 er tveggjaþátta epoxy fjölliðuefni án leysiefna sem er lagt 0,7 mm þykkt. Það samanstendur af glærum grunni og litaðri þykkmálningu sem yfirefni. Samanlögð efnisþykkt grunns og þykkmálningar er ca. 0,7 mm. Maxi 700 gólfefnið er í raun aðferð þar sem undirvinnan byggist á sérstakri demantsslípun undirlags. Efnið er síðan lagt á í þrefaldri þykkt við hefðbundin málningarkerfi án allra leysiefna.
Maxi 700 er fáanlegt í fimm stöðluðum litum samkvæmt litakorti.
Hægt er að setja hálkuvörn í yfirborð gólfefnisins en um leið verður erfiðara að þrífa það.
Dæmi um eiginleika:
Eiginleikar Maxi 700 hafa rannsakaðir og þá miðað við 20°C hitastig. Niðurstöður urðu eftirfarandi.
Styrkur:
» eðlisþyngd grunns 1,15
» eðlisþyngd yfirefnis 1,5
» rúmmál fastaefnis 100%
» togstyrkur meiri en steypu
» brotþolsstyrkur 70N/mm2 (Bs 6319)
» beygjuþolsstyrkur 55 N/mm2 (Bs 6319)
Maxy 700 er algerlega raka- og vatnsgufuþétt.
Hörðnunuartími:
» gangandi umferð – 24 klst.
» flest umferð – 48 klst.
» fullt álag – 7 dagar.
Til athugunar:
Maxi 700 gólfefnið er háglansandi sérstaklega fyrst eftir lögn. Það gljáir því þar til það mattast af sjálfu sér við notkun. Áferð og ásýnd efnisins fer að miklu leiti eftir gæðum undirlagsins.